Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landshlutaupplýsingamiðstöð opnar við Bláa lónið
Þriðjudagur 13. febrúar 2007 kl. 17:19

Landshlutaupplýsingamiðstöð opnar við Bláa lónið

Senn hefst vinna við það að koma upp landshlutaupplýsingamiðstöð ferðamála við Bláa lónið. Að sögn Óskars Sævarssonar, sem á sæti í stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja,  er einhugur um það bæði í stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja og hjá Bláa lóninu að koma upp upplýsingamiðstöðinni við Bláa lónið. Það er stærsti ferðamannastaður svæðisins með 384.000 gesti á síðasta ári og því enginn staður annar þar sem jafn auðvelt er að ná til eins margra ferðamanna og þar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024