Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landsbankinn veitir tíu milljónir króna í samfélagsstyrki
Laugardagur 9. ágúst 2014 kl. 12:31

Landsbankinn veitir tíu milljónir króna í samfélagsstyrki

Alls fengu 26 verkefni samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans í gær. Meðal þeirra verkefna sem fengu styrki var listáhátíðin Ferskir vindar sem haldin er í Garðinum ár hvert. Tvö verkefni hlutu hvort um sig eina milljón króna, átta verkefni 500 þúsund krónur hvert og loks fengu sextán verkefni 250 þúsund króna styrk. Um 400 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni. Samfélagsstyrkir verða veittir tvisvar á þessu ári en umsóknarfrestur fyrir seinni úthlutun rennur út 6. október 2014.

Samfélagsstyrkjum er einkum ætlað að styðja við þá sem sinna mannúðar- og líknarmálum, menntamálum, rannsóknum og vísindum, verkefnum á sviðum menningar og lista, forvarnar- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi. Samfélagssjóður Landsbankans veitir ferns konar styrki á hverju ári: Námsstyrki, nýsköpunarstyrki, samfélagsstyrki, og umhverfisstyrki og afreksstyrkir eru veittir annað hvert ár.
Dómnefnd um úthlutun samfélagsstyrkja var að þessu sinni skipuð þeim Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi, Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur dósent við Háskóla Íslands, Þórmundi Jónatanssyni, sérfræðingi hjá Landsbankanum og Guðrúnu Agnarsdóttur lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

1.000.000 kr. styrkir
• ABC barnahjálp – Kaup á lestrar- og vinnubókum fyrir þrettán skóla ABC barnahjálpar í Pakistan.
• Borgar Magnason – Samantekt og úrvinnsla á höfundarverki Atla Heimis Sveinssonar tónskálds.


500.000 kr. styrkir
• Blindrafélagið – Kaup á vefvörpum til að bæta aðgengi að upplýsingum og afþreyingu.
• Davíð Stefánsson – Skapalón, efnismikið og meðfærilegt kennslugagn, ætlað kennurum í leik-  og grunnskóla sem vilja auka veg sköpunar og gagnrýninnar hugsunar í kennslu.
• Ferskir vindar – Listahátíðin Ferskir vindar í Garði
• Félag um listasafn Samúels – Endurgerð húss Samúels Jónssonar í Selárdal.
• Heimili og skóli – Fræðsla um örugga og jákvæða netnotkun barna með fyrirlestrum í 6. bekk.
• Hjálparstarf kirkjunnar – Verkefnið Samvera og góðar minningar
• Markell ehf – Varðveisla frumheimilda um dægurtónlistarsögu Íslands
• Frystiklefinn á Rifi – Menningarstarfsemi í Frystiklefanum í Rifi á Snæfellsnesi.