Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 22. desember 1999 kl. 20:14

LANDSBANKINN OG ÍSLANDSPÓSTUR Í SAMSTARF Í SANDGERÐI

Landsbankinn og Íslandspóstur hafa hafið samstarf í Sandgerði. Samstarfið gengur út á samnýtingu afgreiðsluhúsnæðis. Húsnæði Íslandspósts að Suðurgötu 2-4 hefur verið endurbætt til að rúma starfssemi beggja fyrirtækja. Þegar fram líða stundir og lög heimila mun Landsbankinn taka yfir starfsemi Íslandspósts á staðnum sem verktaki. Með þessu hefur starfsemi beggja fyrirtækja verið tryggð á staðnum. Samstarf Landsbankans og Íslandspósts verður með þeim hætti að öll almenn bankaþjónusta og póstþjónusta verða á einum og sama stað. Landsbankinn og Íslandspóstur vilja leggja áherslu á að enginn skerðing verður á þjónustu til viðskiptavina Landsbankans og Íslandspósts. Í tilefni opnunarinnar gáfu Landsbankinn og Íslandspóstur æskulýðsmiðstöðinni Skýjaborg veglega ELITE 408 hátalara að verðmæti 130.000 kr. Hátalararnir munu koma í góðar þarfir, en á undanförnum árum hefur starfsemi æskulýðsmiðstöðvarinnar aukist jafnt og þétt. Forstöðumaður æskulýðsmiðstöðvarinnar veitti hátölurunum viðtöku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024