Landsbankinn kemur að hluta til móts við sjónarmið bæjarstjórnar
Björn Líndal, framkvamdastjóri viðskiptabankasviðs Landsbankans, sagði eftirfarandi í viðtali við Víkurfréttir um mál útibús Landsbankans í Sandgerði. „Við höfum afhent Sandgerðisbæ svar við samþykkt bæjarstjórnar varðandi styttingu opnunartíma útibús Landsbankans í Sandgerði. Við viljum koma til móts við sjónarmið Bæjarstjórnar og höfum ákveðið að hafa opið frá 10.00 á föstudögum en að öðru leiti stendur fyrri ákvörðun óbreytt. Við höfum jafnframt sent bæjarstjórninni upplýsingar um það hvernig komur viðskiptamanna í útibúinu í Sandgerði dreifast yfir opnunartímann allt árið 2001. Þar kemur skýrt fram að 72 % viðskiptamanna komu í útibúið á þeim opnunartíma sem við hyggjumst hafa núna út árið, þannig að við teljum að það eigi að vera unnt að sinna góðri þjónustu við viðskiptamenn okkar í Sandgerði þrátt fyrir annan opnunartíma. Við höfum líka bent á það að breyttur afgreiðslutími feli aðeins í sér afmörkun uppá eina klukustuna og 45 mínútur alla daga vikunnar, nema föstudaga, þar sem verður opnið frá 10.00, eins og áður segir. Við leggjum áherslu á þá staðreynd að Þjónusta banka við viðskiptavini hefur verið, og er að taka miklum breytingum, sem sést á því að úrval samskiptaleiða fer sívaxandi einkum í gegnum Internetið en þeim Íslendingum sem hafa aðgang að Netinu fer sífellt fjölgandi. Þróun á notkun netbanka bendir afdráttalaust til þess að viðskiptavinir noti þá leið æ meir, eins og kemur fram í PWC könnun frá 2001. Loks er ljóst að yngri viðskiptavinir eru mjög tilbúnir til að nýta sér nýjar samskiptaleiðir. Við vonumst til Þess að þetta teljist viðunandi niðurstaða og við höfum jafnframt lýst því yfir við bæjaryfirvöld að við séum tilbúin til að endurskoða opnunartímann í árslok í ljósi reynslunnar sem verður komin þá. Við vonumst til að eiga áfram farsælt samstarf við Sandgerðisbæ, áfram eins og verið hefur, og einnig aðra viðskiptamenn okkar á svæðinu, bæði fyrirtæki og einstaklinga", sagði Björn Líndal að lokum.