Landsbankinn í Reykjanesbæ auglýsir eftir útibússtjóra
Einar Hannesson, útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ hefur sagt starfi sínu lausu og er á leið á aðrar slóðir. Landsbankinn auglýsir í Víkurfréttum í dag eftir nýjum útibússtjóra.
Einar var 1. nóvember síðastliðinn búinn að vera útibússtjóri frá árinu 2010 en hann tók þá við sem sparisjóðsstjóri Spkef sparisjóðs sem síðar datt inn í Landsbankann í mars 2011. Var Einar þá ráðinn sem útibússtjóri Landsbankans og hefur því verið í útibússtjórastól Spkef sparisjóðs og Landsbanka í sex ár.