Landsbankinn boðar til blaðamannafundar í Reykjanesbæ
Landsbankinn hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið í Reykjanesbæ vegna sameiningar Landsbankans og SpKef Sparisjóðs. Á fundinum verða þeir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Eins og fram hefur komið ákvað Fjármálaeftirlitið (FME) að sameina rekstur Landsbankans og Spkef frá og með mánudagsmorgninum 7. mars klukkan 8.30. Frá og með þeim tíma verða allir starfsmenn Spkef starfsmenn Landsbankans og Landsbankinn yfirtekur frá sama tíma allar eignir og skuldir Spkef, þ.e. útlán og innlán og alla samninga fyrirtækisins við birgja, þjónustufyrirtæki og aðra.