Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landris heldur áfram á stöðugum hraða
VF/Ísak Finnbogason
Fimmtudagur 18. apríl 2024 kl. 14:18

Landris heldur áfram á stöðugum hraða

Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina er stöðugt og  gýs úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk. Hraunbreiðan heldur áfram að byggjast upp nærri gígunum en hraun rennur einnig í lokuðum rásum um 1 km í suðaustur og eru virk svæði í hraunbreiðunni til móts við Hagafell. Þetta kemur fram í samantekt frá Veðurstofu Íslands.

Mánudaginn 15. apríl fór myndmælingateymi Náttúrufræðistofnunar (NÍ) og Landmælinga Íslands (LMÍ) í flug yfir gosstöðvarnar. Niðurstöður mælingaflugsins sýna að flatarmál hraunbreiðunnar þann 15. apríl var 6,15 km2 og rúmmál 33,2 ± 0,8 milljón m3. Útbreiðsla og þykkt hraunbreiðunnar er sýnd á korti hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Korthraunbreida18042024

Kort sem sýnir útbreiðslu og þykkt þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.

Meðalhraunflæði frá gígnum yfir tímabilið 8. til 15. apríl var metið 3,2 ± 0,2 m3/s. Það er lítil breyting m.v. meðalhraunflæði tímabilið frá 3. til 8. apríl sem var metið 3,6 ± 0,7 m3/s. Niðurstöður fyrri mælinga myndmælingateymis NÍ og LMÍ má sjá í í meðfylgjandi töflu.

Frá Til Meðalhraunflæði yfir tímabil (m3/s) Flatarmál (km2)

Rúmmál

(milljón m3)

Meðalþykkt hraunbreiðu (m)
16. mar.2024 17. mar.2024 234 ± 9 5,72 18,1 ± 0,8 3,2 ± 0,1
17. mar.2024 20. mar.2024 14,5 ± 0,6 5,58 20,9 ± 0,5 3,7 ± 0,1
20. mar.2024 27. mar.2024 7,8 ± 0,7 5,99 25,7 ± 1,9 4,3 ± 0,3
27. mar.2024 3. apr.2024 6,6 ± 0,3 6,13 29,7 ± 1,7 4,8 ± 0,3
3. apr.2024 8. apr.2024 3,6 ± 0,7 6,14 31,3 ± 2,4 5,1 ± 0,4
8. apr.2024 15. apr.2024 3,2 ± 0,2 6,15 33,2 ± 0,8 5,4 ± 0,1

Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða. Þetta bendir til að u.þ.b. helmingur af kvikunni sem er að koma af dýpi sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur er að flæða upp á yfirborð i Sundhnúksgígaröðinni.

SENG-plate_since-20231112

Færslur á GPS stöðinni SENG í Svartsengi síðan 11. nóvember 2023 í norður, austur og lóðrétt (efst, miðja, neðst). Neðsti ferillinn sýnir landris í millimetrum, og mælingin í gær (17. apríl) er sýnd með grænum punkti. Rauðu lóðréttu línurnar eru tímasetningar á síðustu fjórum eldgosum (18. desember 2023, 14. Janúar, 8. Febrúar og 16. mars 2024) og bláu línurnar þau kvikuhlaup sem hafa orðið í Sundhnúksgígaröðinni án þess að komi til eldgoss (10. Nóvember 2023 og 2. Mars 2024) .

Áfram er hætta á gasmengun frá eldgosinu sem getur valdið mengun í byggð á Reykjanesskaganum og bendum við fólki á svæðinu að fylgjast með á loftgæði og kynna sér þar viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu.

Spá veðurvaktar um gasdreifingu í dag (fimmtudag) er norðvestlæg átt 3-8 m/s og gasmengun frá eldgosinu berst að mestu til suðausturs. Á morgun (föstudag) gengur í suðaustan 8-13 með rigningu en suðlægari annað kvöld. Gasmengun mun fara til norðvesturs og síðar til norðurs. Hægt er að fylgjast með gasdreifingarspá hér.

Gasdreifing18042024