Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landnámsdýragarðurinn stækki og gistihýsi við Víkingaheima
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 24. nóvember 2022 kl. 14:05

Landnámsdýragarðurinn stækki og gistihýsi við Víkingaheima

Útlendingur ehf. hefur óskað heimildar umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar til að vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Víkingabraut 1 við Víkingaheima í Innri Njarðvík. Að megin inntaki er erindið um nýja sýningu innan núverandi byggingar, uppbyggingu á landnámsdýragarðinum sem stækki og verði opinn allt árið ásamt því að á lóðina komi nokkur gistihýsi og þjónustuhús.

Ráðið hefur samþykkt heimild til að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samráði við skipulagsfulltrúa bæjarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024