Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Landkynningarsvæði opnað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Föstudagur 30. nóvember 2007 kl. 14:27

Landkynningarsvæði opnað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Samgönguráðherra, Kristján L. Möller, opnaði í gær formlega landkynningarsvæði í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.  Á svæðinu verður í sýningu glæsilegt myndband sem framleitt var sérstaklega fyrir verkefnið og þar gefur að líta fallegar tökur af landinu okkar frá einstökum sjónarhornum. Myndbandinu er varpað á líklega eitt stærsta sýningargler landins (6,6 m x 3,5m) Við myndbandið hefur svo Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld samið tónlist sem er stór hluti sýningarinnar.

Jón Gunnarsson stjórnarformaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf., Höskuldur Ásgeirsson fráfarandi forstjóri FLE ohf., Einar Gústafsson framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs í Bandaríkjunum og Kristján L. Möller samgönguráðherra fluttu ávörp við opnunina.

Verkefni þetta er unnið í samvinnu við Iceland Naturally og markmiðið að kynna farþegum sem millilenda á Íslandi á ferð milli Evrópu og Ameríku hvað Ísland hefur uppá að bjóða og kveikja áhuga þeirra á að koma aftur til landsins og hafa þá lengri viðdvöl. Svæðið er eingöngu opið fyrir farþega sem fara um 1. hæð suðurbyggingar, þ.e. farþegar sem eru að á leið til landa utan schengen.

Bílakjarninn
Bílakjarninn