Landkynningarsvæði opnað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Jón Gunnarsson stjórnarformaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf., Höskuldur Ásgeirsson fráfarandi forstjóri FLE ohf., Einar Gústafsson framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs í Bandaríkjunum og Kristján L. Möller samgönguráðherra fluttu ávörp við opnunina.
Verkefni þetta er unnið í samvinnu við Iceland Naturally og markmiðið að kynna farþegum sem millilenda á Íslandi á ferð milli Evrópu og Ameríku hvað Ísland hefur uppá að bjóða og kveikja áhuga þeirra á að koma aftur til landsins og hafa þá lengri viðdvöl. Svæðið er eingöngu opið fyrir farþega sem fara um 1. hæð suðurbyggingar, þ.e. farþegar sem eru að á leið til landa utan schengen.