Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landi og bjór í yfirgefinni bifreið
Mánudagur 11. júní 2012 kl. 13:49

Landi og bjór í yfirgefinni bifreið


 
Skutbifreið var ekið út af á Reykjanesbraut, austan við Vogaafleggjara í gær. Þegar lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang var ökumaður á bak og burt, en á gólfi bifreiðarinnar fundust tvær lítersflöskur af landa og á annan tug bjórdósa. Lögregla hafði samband við eiganda bílsins sem kvaðst hafa lánað hann vini kunningja síns en kom að öðru leyti af fjöllum hvað útafaksturinn varðaði. Bíllinn er óökufær eftir útafaksturinn enda hafnaði hann á stórgrýttum mel.  Hjólabúnaður laskaðist og loftpúðar sprungu út.  Til stendur að  fjarlægja bílinn í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024