Landhelgisgæzlan stóð fyrir "þjófnaði" á flugvallartækjum
Víkurfréttir sögðu frá því í gær að einhverjir óprúttnir náungar hefðu farið ránshendi um herstöðina á Keflavíkurflugvelli, og meðal annars stolið svokölluðum tögg sem notaður var til þess að draga flugvélar, og rafknúnum lyftara.
Það hefur nú verið upplýst að það var Landhelgisgæslan sem var þar að verki, nánar tiltekið sprengjusveit hennar. Ekki höfðu þeir þó tekið tækin með sér til Reykjavíkur, heldur aðeins fært þau úr stað. Skilaboð um að þeir hefðu gert þetta misfórust, og því var tilkynnt um þjófnað. Vísir.is upplýsir þetta nú rétt áðan.
Það hefur nú verið upplýst að það var Landhelgisgæslan sem var þar að verki, nánar tiltekið sprengjusveit hennar. Ekki höfðu þeir þó tekið tækin með sér til Reykjavíkur, heldur aðeins fært þau úr stað. Skilaboð um að þeir hefðu gert þetta misfórust, og því var tilkynnt um þjófnað. Vísir.is upplýsir þetta nú rétt áðan.