Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

 Landhelgisgæzlan boðuð 50 mínútum eftir hvarf Húna KE
Föstudagur 9. janúar 2004 kl. 18:38

Landhelgisgæzlan boðuð 50 mínútum eftir hvarf Húna KE

Fimmtíu mínútur liðu frá því Húni KE datt út úr sjálfvirkri tilkynningaskyldu skipa og báta þar til atvikið var tilkynnt til Landhelgisgæslunnar. TF-LÍF, Þyrla Landhelgisgæslunnar var í viðbragðsstöðu á Reykjavíkurflugvelli til klukkan hálf níu þriðjudagskvöldið 6. janúar þegar Húni KE sökk út af Garðskaga, en þyrlan var í viðbragðsstöðu vegna nauðlendingar bandarískrar farþegaþotu á Keflavíkurflugvelli. Viðmiðunartími Tilkynningaskyldunnar ef bátar hverfa úr sjálfvirku tilkynningaskyldunni þar til haft er samband við Landhelgisgæsluna eru 30 mínútur.

Það var klukkan 19:55 sem Húni KE datt út af skjá sjálfvirku tilkynningaskyldunnar og eftir að vaktmenn skyldunnar höfðu reynt að hringja í Húna KE án árangurs var haft samband við Sólborgu RE og togarann Vigra klukkan 20:10 og skipin beðin um að grennslast fyrir um bátinn. Skipin voru þá stödd um 5 sjómílur frá þeim stað sem Húni datt út úr sjálfvirku tilkynningaskyldunni. Klukkan 20:45 var hvarf Húna KE tilkynnt til Landhelgisgæslunnar, 50 mínútum eftir að samband rofnaði við bátinn.

Klukkan 21 björguðu skipverjar á Sólborgu Sævari Brynjólfssyni um borð í bátinn, en þá hafði Sævar setið á stefni Húna KE í um 75 til 90 mínútur.

Árni Sigurbjörnsson yfirvarðstjóri Tilkynningaskyldunnar vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Víkurfréttir en lét hafa eftir sér að samskiptareglur Tilkynningaskyldunnar við björgunaraðila væru stöðugt til endurskoðunar.

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Björgunarsveitarmaður frá Sigurvon í Sandgerði á stefni Húna KE í Sandgerðishöfn er báturinn hafði verið dreginn að landi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024