Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landhelgisgæzlan á Völlinn?
Þriðjudagur 30. janúar 2007 kl. 00:25

Landhelgisgæzlan á Völlinn?

Dómsmálaráðherra hefur áhuga á að flytja Landhelgisgæzluna og aðra löggæslustarfsemi á fyrrum varnarsvæðið í Keflavík og er nú að láta skoða kosti þess í fullri alvöru. Frá þessu er greint á vefsíðu Ríkisútvarpsins. Sérstaklega á að skoða að setja upp alhliða menntastofnun og þjálfunaraðstöðu fyrir lögreglu, tollverði, fangaverði og fleiri.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar tók formlega til starfa fyrr í mánuðinum, en það á að sjá um umbreytingu fyrrum varnarsvæðisins og koma aðstöðunni og húsnæðinu í almenna notkun sem fyrst.

Í þessu fyrrum 11. stærsta bæjarfélagi landsins eru um 300 byggingar af ýmsu tagi sem henta til margvíslegra nota. Mikill áhugi er hjá dómsmálaráðherra að nýta aðstöðuna í þágu Landhelgisgæzlunnar og annarrar löggæslu. Hann hefur sett á laggirnar hóp með fulltrúum ráðuneytisins, Landhelgisgæslu, lögregluskólans og lögreglustjórans á Suðurnesjum, sem á að skoða og meta aðstöðu og húsakost. Einkum hefur verið litið til aðstöðu fyrir lögregluskólann. Þá yrði honum breytt í Löggæsluskóla ríkisins með þátttöku tollvarða, brunavarða og fangavarða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024