Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 12. apríl 2003 kl. 23:38

Landhelgisgæslan sprengdi jarðbor lausan á Reykjanesi

Þau eru margvísleg verkefnin sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar fæst við. Í dag förguðu sprengjusérfræðingar stórhættulegri sprengjuvörpusprengju sem börn fundu í skógi á útivistarsvæðinu að Háabjalla og notuðu sem leikfang þar til foreldrar barnanna komust á snoðir um málið. Sprengjusérfræðingarnir komu að Háabjalla í hádeginu í dag en þeir höfðu reyndar verið að störfum á Suðurnesjum alla síðustu nótt í mjög sérstöku verkefni.Jarðborinn Jötunn sem var að störfum úti á Reykjanesi við boranir fyrir Hitaveitu Suðurnesja hf. festist á 800 metra dýpi. Góð ráð voru dýr og því voru sérfræðingar Landhelgisgæslunnar kallaðir til. Þeir sprengdu borinn lausan með sprengiefni sem komið var fyrir ofan í borholunni á um 800 metra dýpi. Já, þau eru sannarlega fjölbreytt verkefni Gæslunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024