Landhelgisgæslan rak Ásmund í land
Lögregla tók á móti Ásmundi Jóhannssyni, sjómanni frá Sandgerði, eftir róðurinn í dag.
Ásmundur keypti sér bát sem hann hefur róið á frá Sandgerði. Ásmundur hefur ekki veiðiheimild og var því vísað í land af landhelgisgæslunni. Lögreglumenn tóku skýrslu af Ásmundi nú rétt fyrir kvöldmat.
Ásmundur er með sínu framferði að mótmæla kerfinu. Hann telur að brotið sé á mannréttindum með kvótakerfinu og vill láta reyna á kerfið. Hann segir kerfið hafa hirt af sér kvóta.
Grétar Mar alþingismaður, var einn þeirra sem tóku á móti Ásmundi þegar hann kom í land. Grétar Mar var ánægður með aðgerðir Ása og sagðist styðja hann í þessum mótmælum.
Myndir: Ásmundur var með nokkur hundruð kíló af þorski og ufsa en bara nokkra karfa, allt utan kvóta.
.
Víkurfréttir/IngaSæm