Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landhelgisgæslan mátar Keflavíkurhöfn
Týr í höfninni í Keflavík í gærkvöldi. Hann er þar ennþá þegar þetta er skrifað. VF-myndir: Hilmar Bragi
Mánudagur 23. apríl 2018 kl. 09:55

Landhelgisgæslan mátar Keflavíkurhöfn

Suðurnesjamenn hafa í gegnum árin sýnt Landhelgisgæslunni áhuga og viljað starfsemi hennar til Suðurnesja. Ályktað hefur verið um málið á ýmsum stigum stjórnsýslunnar. Landhelgisgæslan er með talsverða starfsemi á Keflavíkurflugvelli en skipaflotinn hefur ennþá heimahöfn í Reykjavík.
 
Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra, lýsti því yfir í samtali við Suðurnesjamagasín Víkurfrétta í síðustu viku að hann væri talsmaður þess að varðskipin hefðu heimahöfn í Keflavíkurhöfn. Hann hafði það sitt síðasta verk hjá Landhelgisgæslunni á dögunum að sigla varðskipinu Þór í höfn í Keflavík og varðskipið Týr fylgdi honum í höfn. Fór vel um varðskipin tvö í höfninni.
 
Nú, nokkrum dögum síðar, er varðskipið Týr aftur komið til hafnar í Keflavíkurhöfn og hefur legið í höfninni í sólarhring. Yfirleitt er ekki spurt um erindi þessara skipa og því best að draga bara þá ályktun að Landhelgisgæslan sé að máta Keflavíkurhöfn sem framtíðar heimahöfn fyrir varðskipin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024