Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu með ströndinni
Við Grindavíkurhöfn eftir sjávarflóð í febrúar 2019.
Mánudagur 6. febrúar 2023 kl. 10:30

Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu með ströndinni

Nú er stækkandi straumur og verður stórstreymt næstkomandi þriðjudag. Veðurspár gera ráð fyrir suðvestan hvassviðri næstu daga og á þriðjudag er gert ráð fyrir sunnan og suðvestan stormi. Jafnframt gera ölduspár ráð fyrir mikilli ölduhæð og þá sérstaklega á þriðjudag. Má því reikna með aukinni sjávarhæð vegna áhlaðanda með suður og vesturströndinni. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu með ströndinni og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum, segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024