Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landhelgisgæslan heldur námskeið á sviði sprengjueyðingar fyrir öryggisverði Varnarliðsins
Þriðjudagur 12. nóvember 2002 kl. 00:07

Landhelgisgæslan heldur námskeið á sviði sprengjueyðingar fyrir öryggisverði Varnarliðsins

Í síðustu viku hélt sprengjudeild Landhelgisgæslunnar námskeið á sviði sprengjumála fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Sprengjusérfræðingur frá Landhelgisgæslunni hélt fyrirlestra um starfsemi sprengjudeildarinnar, helstu tegundir sprengja og sýnd voru dæmi um afleiðingar þeirra. Sýndar voru bílasprengjur en tveir ónýtir bílar voru sprengdir í loft upp á æfingasvæði Varnarliðsins og bréfasprengjur prófaðar svo eitthvað sé nefnt. Tilgangurinn með þessum námskeiðum er að styrkja samstarf Landhelgisgæslunnar og Varnarliðsins á sviði sprengjueyðingar en Landhelgisgæslan sér um sprengjumál á varnarsvæðinu samkvæmt samningi milli Íslands og Bandaríkjanna. Einnig er vakin athygli á hugsanlegri hættu á hryðjuverkum og skemmdarverkum og hvernig er réttast að bregðast við ef grunur leikur á að slík hætta sé yfirvofandi.  Námskeið á sviði sprengjumála eru haldin reglulega fyrir öryggisverði og lögreglu Varnarliðsins. 

Nýleg dæmi úr heimsfréttunum sýna hversu alvarlegar afleiðingar sprengjuárásir geta haft og eru öryggisráðstafanir mikilvægur og óhjákvæmilegur þáttur í starfsemi hersins á varnarsvæðinu.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024