Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Landhelgisgæslan ekki flutt í bráð
Miðvikudagur 27. apríl 2011 kl. 14:14

Landhelgisgæslan ekki flutt í bráð

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund, að Landhelgisgæslan verði ekki flutt á Miðnesheiði á næstunni vegna mikils kostnaðar. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að flutningurinn myndi kosta um 700 milljónir króna. Mbl.is greinir frá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ögmundur kynnti á ríkisstjórnarfundi skýrslu um hagkvæmnisathugun á flutningi starfsstöðvar Landhelgisgæslunnar á Miðnesheiði. Hann sagði við Útvarpið, að skýrslan sýndi að flutningur stofnunarinnar til Suðurnesja væri ekki skynsamleg ráðstöfun til skamms tíma litið.

Talsverður kostnaður myndi falla til vegna flutningsins og einnig væri rekstarkostnaðurinn umtalsvert hærri á Suðurnesjum en í Reykjavík.

Ögmundur sagði, að það kynni að vera hyggilegt til lengri tíma litið að hugsa til slíks flutnings. Stjórnvöld myndu hins vegar gefa sér tíma til að komast að skynsamlegri niðurstöðu og ekki yrði rasað um ráð fram.