Landgöngubrúm lokað við 50 hnúta vind
Desembermánuður hefur verið einstaklega erfiður í flugsamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli. Óvenju mikið hefur verið um röskun á flugi vegna veðurs.
Á Keflavíkurflugvelli er til nefnd sem kölluð er til þegar veður eru válynd. Þannig er bannað að nota landgöngubrýr við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar vindur hefur náð 50 hnúta hraða. Þá er hætta á að brýrnar geti skemmt flugvélar með því að skella utan í þeim.
Í vondum veðrum er reynt að staðsetja vélar hlémegin við flugstöðina en stundum eru vindáttir þannig að nær allar landgöngubrýrnar verða ónothæfar.
Björn Ingi Knútson, flugvallarstjóri Keflavíkurflugvallar, sagði í samtali við Víkurfréttir að þegar upp koma aðstæður eins og síðasta sólarhring, geri allir sitt besta til að leysa úr þeim vanda sem skapast.
Þeir farþegar sem þurftu að bíða lengst í gær voru í 10 klukkustundir í flugstöðinni, en í góðu yfirlæti. Þó heyrast alltaf kvartanir frá farþegum um að ekki séu nægilega góðar upplýsingar veittar um framgang mála. Þá gerist þar einnig í svo miklum töfum eins og í dag að farþegar missa af tengiflugi og lestarsamgöngum.
Farþegar þurftu sumir hverjir að bíða í allt að 10 tíma eftir því að komast áfram á áfangastað. Hér horfa dreymandi farþegar á ljósmyndara Víkurfrétta sem tók meðfylgjandi mynd af flughlaðinu í Keflavík í dag upp í gluggann á Suðurbyggingu Leifsstöðvar. Hin myndin sýnir landgöngubrú við flugvél, en landgöngubrýrnar má ekki nota þegar vindur hefur náð 50 hnúta hraða. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Á Keflavíkurflugvelli er til nefnd sem kölluð er til þegar veður eru válynd. Þannig er bannað að nota landgöngubrýr við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar vindur hefur náð 50 hnúta hraða. Þá er hætta á að brýrnar geti skemmt flugvélar með því að skella utan í þeim.
Í vondum veðrum er reynt að staðsetja vélar hlémegin við flugstöðina en stundum eru vindáttir þannig að nær allar landgöngubrýrnar verða ónothæfar.
Björn Ingi Knútson, flugvallarstjóri Keflavíkurflugvallar, sagði í samtali við Víkurfréttir að þegar upp koma aðstæður eins og síðasta sólarhring, geri allir sitt besta til að leysa úr þeim vanda sem skapast.
Þeir farþegar sem þurftu að bíða lengst í gær voru í 10 klukkustundir í flugstöðinni, en í góðu yfirlæti. Þó heyrast alltaf kvartanir frá farþegum um að ekki séu nægilega góðar upplýsingar veittar um framgang mála. Þá gerist þar einnig í svo miklum töfum eins og í dag að farþegar missa af tengiflugi og lestarsamgöngum.
Farþegar þurftu sumir hverjir að bíða í allt að 10 tíma eftir því að komast áfram á áfangastað. Hér horfa dreymandi farþegar á ljósmyndara Víkurfrétta sem tók meðfylgjandi mynd af flughlaðinu í Keflavík í dag upp í gluggann á Suðurbyggingu Leifsstöðvar. Hin myndin sýnir landgöngubrú við flugvél, en landgöngubrýrnar má ekki nota þegar vindur hefur náð 50 hnúta hraða. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson