Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 27. mars 2002 kl. 23:25

Landfestatóg slitnaði og slasaði tvo menn

Sjómaður marðist á fótleggjum þegar landfestar slitnuðu á báti sem var að leggja að bryggju í Grindarvíkurhöfn í kvöld.Landfestatógið fór í tvo menn og hlaut annar þeirra minniháttar meiðsl og ætlaði sjálfur að leita til læknis. Hinn maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík. Hann marðist á fótleggjum en hlaut ekki beinbrot, samkvæmt frétt Morgunblaðsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024