Landeigendur ósáttir við línuhugmyndir
Landeigendur á Vatnsleysuströnd eru ósáttir við hugmyndir um loftlínulagnir um lönd þeirra og hafa sent erindi þess efnis til sveitarstjórna á Suðurnesjum, Landsnets og Suðurlinda.
Í frétt í 24 stundum í dag segir talsmaður landeigenda að staðsetningin sé afleit frá þeirra sjónarmiði og muni m.a. koma fram í eignasekerðingu þar sem löndum umbjóðanda hans verði nánast skorin í sundur með nýju línunni.
Landeigendum hugnast frekar að línan verði lögð sunnar, upp við fjallgarðinn.
Í umfjölluninni er haft eftir Sæmundi Þórðarsyni, einum landeigenda, sem segir að þeir vilji ekki standa í vegi fyrir því að rafmagn sé flutt til Helguvíkur, en það þurfi að gerast með skynsamlegum hætti.
Víkurfréttir hafa áður sagt frá því að Landsnet fundaði með Suðurlindum fyrir páska og hugðist boða til fleiri funda eftir hátíðirnar. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Vogum, sem er einn eigenda Suðrlinda ásamt Grindavík og Hafnarfirði, sagði í samtali við Víkurfréttir að Landsnet hefði enn ekki boðað til annars fundar.
www.24stundir.is