Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landeigendur í Grindavík funduðu í dag
Laugardagur 28. október 2006 kl. 20:38

Landeigendur í Grindavík funduðu í dag

Á morgun munu línur væntanlega skýrast landsölumálinu í Grindavík en landeigendur Járngerðarstaða og Hópstorfu hafa nú fengið tvö tilboð í þá 5.500 hektara sem um ræðir. Sem kunnugt er ákvað Grindavíkurbær að gera landeigendum tilboð í landið þegar ljóst var að Bláa lónið hafði hug að kaupa það. Bæði tilboðin renna út á miðnætti annað kvöld, sunnudag.

Landeigendur í Grindavík héldu framhaldsaðalfund í dag þar sem listar vegna beggja tilboðanna lágu fyrir. Skrifuðu menn nöfn sín á listana eftir því hvoru tilboðanna þeir vildu taka. Ekki er ljóst á þessari stundu hvernig hlutföllin liggja í því efni. Ólafur Á Jónsson, formaður landeigendafélagsins, sagði í samtali við VF nú í kvöld að niðurstaðan yrði væntanlega gerð opinber á mánudaginn eftir að búið væri að kynna hana fyrir landeigendum og tilboðsgjöfum en frestur til að svara báðum tilboðunum rennur út á miðnætti annað kvöld.

Nokkur spenna hefur verið í Grindavík síðustu daga vegna málsins og var boðað til sérstaks aukafundar í bæjarstjórn fyrr í vikunni vegna þess. Þar samþykkti bæjarstjórn að gera tilboð í landið og yfirbjóða tilboð Bláa lónsins.  Komið hefur fram að Grindavíkurbæ hefur oftar en einu sinni verið boðið að kaupa umrætt land en ekki sýnt því áhuga fyrr en nú þegar annar aðili hugðist kaupa það.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024