Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Landeigandi vill Wilson Muuga burt án tafar
Þriðjudagur 27. febrúar 2007 kl. 14:17

Landeigandi vill Wilson Muuga burt án tafar

Hákon Magnússon, eigandi jarðarinnar Nýlendu í Sandgerði, vill að Wilson Muuga verði fjarlægt af strandstað án tafar.
Jónas Þór Guðmundsson, héraðsdómslögmaður, hefur sent bréf fyrir hönd Hákonar þess efnis til útgerðar, umboðsaðila og vátryggingarfélags skipsins. Bréfið hefur einnig verið lagt fram til kynningar hjá bæjarráði Sandgerðis.

Í bréfinu segir að skipið sýnist strandað í fjöru/netlögum jarðarinnar Nýlendu og er skorað á hlutaðeigandi aðila að fjarlæga skipið eða sjá til þess að það verði gert án tafar. Í bréfinu segir jafnframt að það sé  í samræmi við þá skyldu sem á þeim hvíli samkvæmt réttarreglum.

 

VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024