Landeigandi ósáttur við hross á beit
Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar í Keflavík í gærkvöldi þar sem átta hross voru á beit á landskika í Höfnum. Eigandi landsins hafði ekki gefið leyfi fyrir beit hrossanna, en eigandi hrossanna sagðist hafa leyfi annars landeiganda sem eru nokkrir. Hundur í Grindavík klóraði 2 ára dreng í gær en hundurinn var bundinn á lóð eigandans. Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningu um málið í gærkvöldi. Barnapía var að passa drenginn er hann var klóraður fyrir neðan hægra auga.





