Landbúnaðarráðherra sendir hjólaköppum kveðjur
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, er einn þeirra fjölmörgu sem sent hafa hjólaköppunum, sem eru á hringferð um landið í verkefninu Hjólað til góðs, kveðju á vef Víkurfrétta. Kveðjan er eftirfarandi:
„Kæru ofurhugar!
Gaman var að hitta ykkur við upphaf ferðar í mínum heimabæ Selfossi. Ég fann að þar fóru hetjur um héruð á fránum reiðhjólum, í baráttu fyrir langveik börn. Málstaðurinn er góður og mikilvægur, því ekkert er sárara en börn sem glíma við veikindi og eiga ekki sömu möguleika og önnur börn til lífsins.
Þið hjólið yfir fjöll og firnindi, íslenskir víkingar með hugarfar drengskaparmannsins, og safnið sem mestu fé í gott málefni. Áfram strákar !
Guðni Ágústsson “
Hægt er að senda kveðjur á tölvupóstfangið [email protected]