Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landbrot og sjávarflóð ógna mannvirkjum í Suðurnesjabæ
Íbúðarhús við Gerðaveg í Garði umflotið sjó eftir mikil sjávarflóð 14. febrúar 2020. Mynd: Einar Jón Pálsson
Fimmtudagur 27. október 2022 kl. 10:57

Landbrot og sjávarflóð ógna mannvirkjum í Suðurnesjabæ

Bæjarráð Suðurnesjabæjar ítrekar mikilvægi þess að tryggja sjóvarnir í Suðurnesjabæ líkt og lög um sjóvarnir kveða á um en í 1. gr. laganna segir m.a. að byggð svæði og svæði þar sem til staðar eru dýrmæt mannvirki eða menningarminjar skulu að jafnaði njóta forgangs við gerð sjóvarna.

Í núverandi samgönguáætlun er ekkert kveðið á um sjóvarnir í Suðurnesjabæ þrátt fyrir þá ógn og hættu sem byggð getur og hefur stafað af er snýr af landbroti og sjávarflóðum. Veðurfar síðustu ára hefur sýnt það að byggð í Suðurnesjabæ stafar hætta af ágangi sjávar og því brýn nauðsyn að sinna forvörnum og tryggja fyrirbyggjandi aðgerðir sem fyrst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024