Miðvikudagur 17. nóvember 1999 kl. 23:13
LANDASÖLUMENN STÖÐVAÐIR
Um síðustu helgi stöðvaði lögreglan tvo 19 ára gamla pilta sem rúntuðu um Njarðvíkurnar með fullan bíl af landa. Þegar betur var að gáð fundust 16 lítrabrúsar af landa í bílnum. Drengirnir voru handteknir og vistaðir í fangageymslum lögreglunnar. Málið er í rannsókn.