Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Land rís við Fagradalsfjall en hratt sig við Reykjanestá
Land hefur sigið við Reykjanestá og hefur hert á því að undanförnu.
Miðvikudagur 5. júlí 2023 kl. 08:23

Land rís við Fagradalsfjall en hratt sig við Reykjanestá

Í byrjun apríl fór að mælast landris við Fagradalsfjall og hefur rishraðinn verið u.þ.b. 1 cm/mán þar sem það er mest. Landrisið sést víða á vestanverðum Reykjanesskaganum og gæti bent til innflæðis kviku undir fjallinu, segir í samantekt á vef Veðurstofu Íslands.

Líkanreikningar benda til þess að mögulegt innflæði sé á um 15 km dýpi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Til viðbótar við þensluna við Fagradalsfjall sést afmarkaðra merki um sig við Reykjanestá. Þar hefur verið viðvarandi sig vegna jarðhitavinnslu en undanfarið hefur hert á því. Ekki er ljóst hvað veldur siginu en ekki er útilokað að það tengist annarri virkni á Reykjanesskaga. Einnig er viðvarandi sig við Svartsengi svipað og mældist árin 2020 og 2022. Jafnframt mælist afmarkað sig við Fagradalsfjall sem er mjög sambærilegt og mældist í tengslum við innskotið 2021.