Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Land í Svartsengi seig um 15 sentimetra þegar kvika hljóp þaðan
VF/Hilmar Bragi
Fimmtudagur 30. maí 2024 kl. 12:34

Land í Svartsengi seig um 15 sentimetra þegar kvika hljóp þaðan

Frá því síðdegis í gær hefur dregið verulega úr virkni á gossprungunni við Sundhnúksgígaröðin. Virknin í gosinu hefur verið á svipuðum nótum í nótt og í morgun en gosórói hefur verið stöðugur síðan seint í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Engin sprengivirkni hefur sést síðan í síðdegis í gær, en gufusprengingar urðu þar sem hraun flæddi ofan í sprungur og komst í snertingu við grunnvatn við Hagafell.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sérfræðingar úr myndmælingateymi Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands fóru í mælingaflug yfir gosstöðvarnar. Meðfylgjandi kort sýnir gróflega áætlaðar útlínur hraunbreiðunnar, eins og þær voru um kl. 17 í gær, eða þegar eldgosið hafði staðið í rúmar fjórar klukkustundir. Staðsetningu gossprungunnar einnig sýnd með rauðum strikalínum.

Gervitunglamyndir teknar snemma í morgun, 30. maí, sýna ekki markverðar hreyfingar á sprungum innan varnargarða við Grindavík. GPS mælingar sýna að land í Svartsengi seig um 15 sentimetra þegar kvika hljóp þaðan yfir í Sundhnúksgígaröðina í gær.

Ítarlegri fréttir um stöðuna á eldgosinu er á vef Veðurstofu Íslands.