Land heldur áfram að rísa við Fagradalsfjall
Land er enn að rísa við Fagradalsfjall sem gefur vísbendingar um virkni í eldstöðinni. Jarðvísindsmenn fylgjast vel með atburðarásinni. Frá því jarðskjálftahrinunni og kvikuinnskotinu, sem stóð yfir frá 21. desember 2021 og til 7. janúar á þessu ári, lauk hefur land haldið áfram að rísa. Frá þessu er greint á mbl.is.
„Það er landris sem á rætur á talsverðu dýpi. Merkismiðjan á því er einhvers staðar á þessu svæði undir Fagradalsfjalli. Það er mjög erfitt að staðsetja það nákvæmlega. Þetta væntanlega þýðir að það er kvikusöfnun á dýpi, ætli það sé ekki svona 12-16 kílómetra dýpi,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur Veðurstofunnar í jarðskorpuhreyfingum í samtali við mbl.is.
Nokkuð rólegt hefur verið á jarðskjálftamælum á Reykjanesskaga undanfarna daga. Þó varð skjálfti í morgun upp á M2,5 austur af Keili.