Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lancaster vél úr seinni heimstyrjöldinni á Keflavíkurflugvelli
Fimmtudagur 7. ágúst 2014 kl. 10:52

Lancaster vél úr seinni heimstyrjöldinni á Keflavíkurflugvelli

Myndir

Glæsileg Lancaster flugvél úr seinni heimsstyrjöldinni lenti á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin sem kallast Mynarski Lancaster er önnur af tveimur Lancaster flugvélum í heiminum sem er í flughæfu ástandi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók á móti áhöfn vélarinnar ásamt fríðu fylgdarliði.

Vélin flaug frá Kanada í alls 7 klukkustundir og 40 mínútur en ferðin gekk vel að sögn áhafnarmeðlima en ferðinni er heitið til Bretlands. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá komu vélarinnar sem verður til sýnis fyrir almenning í Reykjavík í dag. Lancaster flugvélar gegndu stóru hlutverki í flugflota Breta í stríðinu.  Ferðin er farin til að heiðra minningu þeirra fjölmörgu bresku flugliða sem létu lífið í seinni heimsstyrjöldinni. Kanadíska sendiráðið og Landhelgisgæsla Íslands bjóða fólki að skoða vélina í dag og er það gert í samvinnu við Flugmálafélag Íslands, Flugsafnið á Akureyri og Isavia.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndasafn má nálgast hér

Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra og Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri lofthelgis- og öryggismálasviðs, Landhelgisgæslu Íslands – Keflavík.