HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Laminn með kúbeini
Sunnudagur 19. febrúar 2006 kl. 11:15

Laminn með kúbeini

Lögregla og sjúkralið var kallað að Casino í Keflavík á þriðja tímanum í nótt. Þar hafði starfsmaður rekist á blóðugan mann í anddyri hússins. Var hann ber að ofan með skurð á höfði og marinn víðsvegar um líkamann.

Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og síðan á Landspítalann til frekari skoðunar. Maðurinn sagði lögreglu að hann hafi verið staddur í húsi í Keflavík er hann var sóttur þangað af tveimur mönnum. Þeir hafi farið með hann á rúntinn og síðan inn á eitthvað verkstæði og lamið sig þar með kúbeini. Hann kvaðst síðan hafa hlaupið út af verkstæðinu. Hann þekkti mennina sem þarna voru að verki.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025