Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lamin í andlitið með háum hæl
Mánudagur 11. júní 2012 kl. 14:30

Lamin í andlitið með háum hæl



Ráðist var á 17 ára stúlku í Reykjanesbæ aðfararnótt sunnudags og hún slegin í andlit og höfuð með háum skóhæl. Að því er næst verður komist hafði hún átt orðaskipti við stúlku og mann í kringum fertugt sem hún þekkti ekki áður en hún varð fyrir árásinni. Stúlkan var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem hún fékk aðhlynningu. Henni var leyft að fara heim að því búnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024