Lágtekjufólki vísað í Vogana
,,Að Garðabær og Seltjarnarnes séu að taka ákvörðun um að heimila lán til kaupa á félagslegum íbúðum hér án nokkurs samráðs við okkar er gersamlega óþolandi og við sættum okkur ekki við það," segir Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri í Vogum.
Vogar hafa sent erindi um þetta til Sambands íslenskra sveitarfélaga og er svars að vænta innan skamms. Í framhaldi af því verður svo tekin ákvörðun um frekari aðgerðir. Jóhanna segir þetta í hæsta máta óeðlilegt að önnur sveitarfélög séu að taka ákvörðanir um félagsleg húsnæðisúrræði í Vogum. Í raun sé verið að taka af þeim sjálfsforræðið. Í Vogum eru um 250 til 270 heimili. Þar af eru 12 félagslegar íbúðir en þá heimilar sveitarfélagið lán fyrir 90 prósentum af kaupvirði íbúða.Jóhanna segir að Vogar séu með ákveðna áætlun í gangi sem stefni í allt aðra átt, en bæjaryfirvöld í Garðabæ og á Seltjarnarnesi kollvarpi þeim áformum með þessu ótrúlega ósvífna athæfi. "Auðvitað er óeðlilegt að hér fyllist allt af félagslegum íbúðum með viðbótarlánum. Okkar hugsun var að íbúðir með viðbótarláni færu ekki yfir 15 prósent af heildartölu íbúða." Ekki þarf nema 12 félagslegar íbúðir á ári yfir 10 ára tímabil og þá verður helmingur íbúða með viðbótarlánum.
,,Það þýðir að helmingur íbúa í Vogum verður lágtekjufólk. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir þetta. Það er ekkert að því að fá tekjulágt fólk í sveitarfélagið, en við erum nú þegar tekjulág miðað við höfuðborgarsvæðið og höfum ekki efni á að taka einungis við tekjulágu fólki. Við getum ekki rekið sveitarfélagið þannig."
,,Þetta kemur mér mjög á óvart. Ég hef ekki haft veður af neinum slíkum lánveitingum og hlakka til að fá tækifæri til að kynna mér málavexti nánar og sjá í hverju þessi málatilbúnaður er fólginn," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Ekki náðist í Ásdísi Höllu Bragadóttur bæjarstjóra Garðabæjar.
Vísir.is/Fréttablaðið greina frá í morgun.
Vogar hafa sent erindi um þetta til Sambands íslenskra sveitarfélaga og er svars að vænta innan skamms. Í framhaldi af því verður svo tekin ákvörðun um frekari aðgerðir. Jóhanna segir þetta í hæsta máta óeðlilegt að önnur sveitarfélög séu að taka ákvörðanir um félagsleg húsnæðisúrræði í Vogum. Í raun sé verið að taka af þeim sjálfsforræðið. Í Vogum eru um 250 til 270 heimili. Þar af eru 12 félagslegar íbúðir en þá heimilar sveitarfélagið lán fyrir 90 prósentum af kaupvirði íbúða.Jóhanna segir að Vogar séu með ákveðna áætlun í gangi sem stefni í allt aðra átt, en bæjaryfirvöld í Garðabæ og á Seltjarnarnesi kollvarpi þeim áformum með þessu ótrúlega ósvífna athæfi. "Auðvitað er óeðlilegt að hér fyllist allt af félagslegum íbúðum með viðbótarlánum. Okkar hugsun var að íbúðir með viðbótarláni færu ekki yfir 15 prósent af heildartölu íbúða." Ekki þarf nema 12 félagslegar íbúðir á ári yfir 10 ára tímabil og þá verður helmingur íbúða með viðbótarlánum.
,,Það þýðir að helmingur íbúa í Vogum verður lágtekjufólk. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir þetta. Það er ekkert að því að fá tekjulágt fólk í sveitarfélagið, en við erum nú þegar tekjulág miðað við höfuðborgarsvæðið og höfum ekki efni á að taka einungis við tekjulágu fólki. Við getum ekki rekið sveitarfélagið þannig."
,,Þetta kemur mér mjög á óvart. Ég hef ekki haft veður af neinum slíkum lánveitingum og hlakka til að fá tækifæri til að kynna mér málavexti nánar og sjá í hverju þessi málatilbúnaður er fólginn," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Ekki náðist í Ásdísi Höllu Bragadóttur bæjarstjóra Garðabæjar.
Vísir.is/Fréttablaðið greina frá í morgun.