Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lagt til að lágtekjufólk fái aukahúsaleigubætur
Þriðjudagur 19. október 2004 kl. 11:29

Lagt til að lágtekjufólk fái aukahúsaleigubætur

Fjölskyldu- og Félagsmálaráði Reykjanesbæjar hefur lagt til við bæjarráð að Reykjanesbær muni á næsta ári taka upp greiðslu sérstakra húsaleigubóta til þeirra sem lægstar tekjur hafa og greiða háa húsaleigu. Tillagan var samþykkt á fundi FFR í gær og mun verða tekin fyrir á bæjarráðsfundi á fimmtudag.

Þessi aukafjárveiting kæmi til viðbótar við almennar húsaleigubætur og væri ætluð þeim sem ekki hafa aðrar heimilistekjur en atvinnuleysisbætur, ellilífeyri eða örorkubætur með óskerta tekjutryggingu eða framfærslu og greiða 50.000 eða meira í húsaleigu.

Samkvæmt tillögunni gætu sérstakar húsaleigubætur að hámarki verið sem nemur lægstu almennu húsaleigubótum hverju sinni, án tillits til fjölskyldustærðar. Þær verða aðeins greiddar til þeirra sem hafa haft lögheimili í Reykjanesbæ í tvö ár eða lengur frá því umsókn er lögð fram.

Ef tillagan verður samþykkt í bæjarráði skulu umsóknir um sérstakar húsaleigubætur lagðar fram og afgreiddar hjá Fjölskyldu- og félagsmálaráði Reykjanesbæjar. Gert er ráð fyrir að hámark heildargreiðslna vegna sérstakra húsaleigubóta á árinu 2005 nemi kr. 2.000.000.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024