Lagt til að fundur verði haldinn um stöðu Varnarliðsins
Á hreppsnefndarfundi Vatnsleysustrandarhrepps í gær var samþykkt samhljóða tillaga þar sem lagt er til að Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum standi fyrir fundi þar sem rætt verður um stöðu Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Í tillögunni er lagt til að sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum og fulltrúum Forsætis- og Utanríkisráðuneytis verði boðið til fundarins. Jón Gunnarsson oddviti Hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps og þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram tillöguna og sagðist hann í samtali við Víkurfréttir vona að málið verði tekið fyrir og að boðað verði til þessa fundar fljótlega.
Tillaga
Vegna frétta í fjölmiðlum, um yfirvofandi samdrátt í starfssemi Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, er lagt til við Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum að það standi hið fyrsta fyrir fundi um stöðu málsins. Til fundarins verði boðið sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum ásamt fulltrúum frá Forsætis- og Utanríkisráðuneyti.
Breytingar á starfssemi Varnarliðsins, hafa veruleg áhrif á atvinnustig á Suðurnesjum, þar sem hér er um að ræða stærsta einstaka vinnuveitanda á svæðinu. Nauðsynlegt er fyrir sveitarstjórnarmenn að vera eins vel upplýsta og mögulegt er um þær viðræður sem nú fara fram á milli aðila varnarsamningsins um framhald starfssemi á Keflavíkurflugvelli. Það er ekki viðunandi að sveitarstjórnarmenn þurfi að geta í götóttan fréttaflutning vegna málsins og eðlilegt að upplýsinga um stöðu málsins sé leitað frá fyrstu hendi.
Jón Gunnarsson
Ljósmynd: Mats Wibe Lund
Tillaga
Vegna frétta í fjölmiðlum, um yfirvofandi samdrátt í starfssemi Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, er lagt til við Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum að það standi hið fyrsta fyrir fundi um stöðu málsins. Til fundarins verði boðið sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum ásamt fulltrúum frá Forsætis- og Utanríkisráðuneyti.
Breytingar á starfssemi Varnarliðsins, hafa veruleg áhrif á atvinnustig á Suðurnesjum, þar sem hér er um að ræða stærsta einstaka vinnuveitanda á svæðinu. Nauðsynlegt er fyrir sveitarstjórnarmenn að vera eins vel upplýsta og mögulegt er um þær viðræður sem nú fara fram á milli aðila varnarsamningsins um framhald starfssemi á Keflavíkurflugvelli. Það er ekki viðunandi að sveitarstjórnarmenn þurfi að geta í götóttan fréttaflutning vegna málsins og eðlilegt að upplýsinga um stöðu málsins sé leitað frá fyrstu hendi.
Jón Gunnarsson
Ljósmynd: Mats Wibe Lund