Lagst gegn rannsóknum í Brennisteinsfjöllum
Óvissa er um hvort rannsóknaleyfi vegna jarðvarmavirkjana á Reykjanesi verða gefin út á næstunni. Umhverfisráðuneytið mælir ekki með leyfi til rannsókna í Brennisteinsfjöllum en bæði Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun lögðust gegn því. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.
Þá tekur Umhverfisstofnun dræmt í að heimila rannsóknir við Krýsuvík, að minnsta kosti meðan ekki hefur verið lokið við síðari áfanga rammaáætlunar um jarðvarma og virkjanir. Stefnt er að því að því verki verði lokið árið 2009 og auðlindanefnd leggur til að á grundvelli hennar verði gerð nýtingar- og verndunaráætlun.
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir við RUV að verði þetta niðurstaðan, muni öllum framkvæmdaáætlunum vegna álvers í Helguvík og orkuöflunar til þess verða slegið á frest um 3 til 4 ár.
Þá tekur Umhverfisstofnun dræmt í að heimila rannsóknir við Krýsuvík, að minnsta kosti meðan ekki hefur verið lokið við síðari áfanga rammaáætlunar um jarðvarma og virkjanir. Stefnt er að því að því verki verði lokið árið 2009 og auðlindanefnd leggur til að á grundvelli hennar verði gerð nýtingar- og verndunaráætlun.
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir við RUV að verði þetta niðurstaðan, muni öllum framkvæmdaáætlunum vegna álvers í Helguvík og orkuöflunar til þess verða slegið á frest um 3 til 4 ár.