Lágseyla og Grænás eða verða klár
Framkvæmdir við gatnagerð í Grænás er nú a lokastigi. Að sögn Viðars Márs Aðlsteinssonar, forstöðumanns umhverfis- og tæknisviðs eru framkvæmdirnar á áætlun en úthlutun lóða á svæðinu er lokið. Lagning lagna fyrir utan rafmagns- og htialagnir eru frágengin og verður framkvæmdum lokið seinna í mánuðinum. Það sem nú sést í Grænásnum er fyrsti áfangi framkvæmdanna og er nú þegar farið að hugleiða næsta áfanga. Fyrsta áfanga við gatnagerð í Lágseylu er einnig lokið og þar er byrjað að byggja.