Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lagfæringar og endurbætur á fráveitu í Garði
Mánudagur 12. mars 2012 kl. 09:29

Lagfæringar og endurbætur á fráveitu í Garði

Vegna hagræðingar við framkvæmdir við fráveitu neðst við Heiðarbraut í Garði telur byggingafulltrúi nauðsynlegt að jafnhliða þeim framkvæmdum sem samþykktar hafa verið, verði farið í lagfæringar neðst við Heiðarbraut, á kafla sem nauðsynlegt er að lagfæra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

HS veitur þurfa einnig að nýta sér viðkomandi skurð og fellur því kostnaður á þeim hluta á HS veitur.

Byggingafulltrúa og bæjarstjóra falið að semja við verktaka um kostnað og HS veitur um þátt þeirra í framkvæmdinni. Verkið verður unnið á næstu dögum og vikum og verður Heiðarbraut að Melbraut lokuð á meðan framkvæmdir ganga yfir og umferð því vísað um Skólabraut og Melbraut.