Lagfæringar á Stapa til umræðu á bæjarráðsfundi
Á 444. fundi bæjarráðs sem haldinn var að Tjarnargötu 12 fimmtudaginn 25. júlí var rætt um þær breytingar sem eiga sér stað í Stapanum þessa dagana. Í bókun minnihlutans kom fram að hann væri sammála lagfæringunni en vildi hins vegar fá að vita hvað væri verið að framkvæma, hverjir hefðu samþykkt það og hvað þessar framkvæmdir myndu koma til með að kosta. Árni Sigfússon bæjarstjóri svaraði því þannig stjórn Stapans hefði æðsta vald í málefnum Stapans en það væri þó sjálfsagt að afla þessara upplýsinga fyrir bæjarráðsmenn.
17 mál voru tekin fyrir á fundinum, þar á meðal ýmis minni mál og væntanlegar fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli eins og fram hefur komið hér á vef Víkurfrétta.
17 mál voru tekin fyrir á fundinum, þar á meðal ýmis minni mál og væntanlegar fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli eins og fram hefur komið hér á vef Víkurfrétta.