Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lagfæring á fráveitu í Vogum í undirbúningi
Mánudagur 29. apríl 2019 kl. 09:29

Lagfæring á fráveitu í Vogum í undirbúningi

Á næstunni verður verkefni er snýr að endurbótum fráveitukerfi Sveitarfélagsins Voga boðið út. Byggð verður niðurgrafin dælustöð nærri fjörunni í Akurgerði og lögð s.k. þrýstilögn þaðan sem verður tengd útrás fráveitukerfisins sem liggur um Hafnargötu. 
 
Með þessum úrbótum er ráðist gegn þeim vanda sem er á svæðinu kringum Vogagerði og Akurgerði, en þegar há sjávarstaða er og stórstreymt skapast á stundum aðstæður sem verður til þess að það flæðir upp úr niðurföllum á lægstu stöðum.
 
Umhverfisdeildin mun vakta þetta ástand sérstaklega. Í þessari viku verður t.a.m. fenginn dælubíll til að hreinsa niðurföllin á svæðinu í þeirri von að það muni létta á álaginu á lögnunum. „Við munum leggja áherslu á að framkvæmdir við dælustöðina og lagningu þrýstilagnarinnar geti hafist svo fljótt sem verða má,“ segir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024