Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lagfæra sjóvarnir í Sandgerði og Garði
Sjóvarnir á 85 metra kafla vestan við bílaplan við Garðskagavita verða lagfærðar í haust.
Mánudagur 14. mars 2016 kl. 10:21

Lagfæra sjóvarnir í Sandgerði og Garði

Byggingafulltrúi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs hefur gefið út framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar vegna lagfæringa og viðbóta á sjóvarnagörðum í sveitarfélögunum.
 
Við Norðurkotstjörn í Sandgerði verður sjóvörn endurbyggð og styrkt á 300 metra kafla. Sunnan við Setberg verður byggð ný 100 metra sjóvörn. Sunnan við Hvalsnestorfu við Hrossatjörn verður 65 metra skarð í sjávarkambinum lagfært, við sunnanverða tjörnina.
 
Í Garði verða sjóvarnir endurbyggðar á 85 metra kafla vestan við bílaplan við Garðskagavita. Þá verður vör við Nesfisk, Lambastaðarvör, endurbyggð á þremur köflum, samtals 350 metrar. Við Golfvöllinn Leiru verður 300 metra framlenging á eldri sjóvörn lagfærð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024