Lagði til að efla félagsstarf eldri borgara
Anna Sigríður Jóhannesdóttir, aðalmaður í lýðheilsuráði Reykjanesbæjar, fór yfir tillögu á síðasta fundi ráðsins þar sem hún lagði til að efla félagsstarf eldri borgara í Reykjanesbæ. Hún benti á mikilvægi þess að að koma í veg fyrir félagslega einangrun og draga úr einmanaleika fólks á efri árum.
Mögulega væri hægt að nýta Nettóhöllina eða akademíuna hluta úr degi fyrir eldra fólk til að koma saman í kaffi, spila golf, fá fræðslu eða hitta annað fólk. Lýðheilsuráð hefur falið lýðheilsufulltrúa að vinna áfram í málinu og kortleggja þær tómstundir sem eru í boði fyrir eldri borgara nú þegar.