Lagði sig úti í móa og fékk tvo sjúkabíla á staðinn
Göngugarpur lagðist flatur úti í móa nú undir kvöld hér suður með sjó til að njóta blíðunnar og teygja aðeins úr skrokknum. Vegfarandi sá manninn liggjandi í móanum og taldi að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Því var haft samband við Neyðarlínuna sem sendi tvo sjúkrabíla og lögreglu á vettvang.
Liggjandi manninum var að vonum brugðið við lætin sem fylgdu því þegar björgunarliðið mætti og spratt á fætur með það sama. Misskilningurinn var því leiðréttur og sjúkralið og lögregla gátu haldið aftur til sinna stöðva.