Lagði hald á 9 lítra af landa
Lögreglan í Keflavík lagði hald á 9 lítra af meintum landa í eins líters brúsum í gær. Lögreglumenn höfðu orðið vitni að því þegar ökumaður bifreiðar fór í farangursgeymslu bifreiðarinnar og stakk inn á sig glærum brúsa. Ökumaður var þá handtekinn og færður til lögreglustöðvar. Að yfirheyrslu lokinni var ökumaður frjáls ferða sinna.
Í gærdag voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, einn á Reykjanesbraut og tveir á Grindavíkurvegi. Sá sem hraðast ók mældist á 117 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km
.
Skráningarnúmer voru tekin af einni bifreið vegna vanrækslu á tryggingarskyldu og af einni bifreið vegna vanrækslu á að sinna boðun lögreglu um að mæta til skoðunar.
Einn minniháttar árekstur varð í Keflavík.
Í nótt var Lögreglan í Keflavík kvödd að íbúðarhúsi í Keflavík þar sem rúða hafði verið brotin. Lögreglan í Keflavík veit hver þarna var að verki.
Í gærdag voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, einn á Reykjanesbraut og tveir á Grindavíkurvegi. Sá sem hraðast ók mældist á 117 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km
.
Skráningarnúmer voru tekin af einni bifreið vegna vanrækslu á tryggingarskyldu og af einni bifreið vegna vanrækslu á að sinna boðun lögreglu um að mæta til skoðunar.
Einn minniháttar árekstur varð í Keflavík.
Í nótt var Lögreglan í Keflavík kvödd að íbúðarhúsi í Keflavík þar sem rúða hafði verið brotin. Lögreglan í Keflavík veit hver þarna var að verki.