Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lágar greiðslur Jöfnunarsjóðs til Suðurnesja undrunarefni
Miðvikudagur 20. febrúar 2013 kl. 10:02

Lágar greiðslur Jöfnunarsjóðs til Suðurnesja undrunarefni

Skýrsla Íslandsbanka segir lágt framlag renna til Suðurnesja

Fram kemur í nýrri skýrslu frá Íslandsbanka að framlag frá Jöfnunarsjóði sé lægst á landinu til íbúa á Suðurnesjum. Tekið er fram í skýrslunni að það þyki áhugavert þar sem mest atvinnuleysi á landinu er á svæðinu.

Á Suðurnesjum eru tekjur á íbúa án framlaga Jöfnunarsjóðs lægstar á landinu. Samkvæmt skýrslunni eru lægstu heildartekjur landsins á hvern íbúa á Suðurnesjum eða 470 þúsund krónur. Framlag frá Jöfnunarsjóði á íbúa er 110 þúsund sem er það lægsta framlag sjóðsins ef frá er skilið höfuðborgarsvæðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skuldahlutfall, sem tekur til allra skulda og skuldbindinga sveitarfélaga deilt með reglulegum tekjum, er einna hæst á Suðurnesjum eða 270,7% samkvæmt skýrslunni.

Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að greiða sveitarfélögum framlög til jöfnunar á mismunandi tekjumöguleikum þeirra og útgjaldaþörf, þ.e. draga úr fjárhags- legum aðstöðumun milli þeirra þannig að þeim sé gert kleift að sinna lögbundnum verkefnum. Þá greiðir sjóðurinn framlög til samtaka sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra aðila í samræmi við ákvæði laga. Þegar horft er á landið í heild koma um 10% af heildartekjum sveitarfélaganna úr Jöfnunarsjóði.