Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lagaleg skylda ráðherra að hlýta tillögu valnefndar, segir Björn
Miðvikudagur 19. apríl 2006 kl. 12:54

Lagaleg skylda ráðherra að hlýta tillögu valnefndar, segir Björn

Orð Björns Bjarnasonar, dóms-og kirkjumálaráðherra, vegna skipunar hans á nýjum sóknarpresti í Keflavík, hafa vakið talsverða athygli þar sem hann heldur því fram að honum hafi borið lagaleg skylda til þess að hlýta vilja meirihluta valnefndarinnar. Í raun má segja að Björn sé þar með að vísa ábygðinni af málinu til hennar. Þegar Björn var inntur eftir því hvort mögulegt hefði verið fyrir hann að vísa málinu aftur til sóknarnefndar svaraði hann „Ég sé ekki að lög geri ráð fyrir þeim kosti".
Björn segist vera þeirrar skoðunar að skipan og lausn sóknarpresta eigi að vera án afskipta ríkisvaldsins.
Svör Björns við fyrirspurnum birtust á vf.is í gærkvöld og má sjá í annarri frétt hér á vefnum.

Haft er eftir séra Sigfúsi Ingvarssyni á RÚV í morgun að hann hafi ekki gert upp hug sinn hvort hann verði áfram prestur í Keflavíkurkirkju. Til þess þurfi hann meiri tíma en hann segist þakklátur fyrir veittan stuðning í sókninni. Séra Sigfús segir það einnig alvarlegt að yfirmenn kirkjunnar hlusti ekki á vilja sóknarbarna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024