Laga og lengja sjóvarnir í Garði
Byggingarfulltrúi Garðs hefur gefið út framkvæmdaleyfi vegna sjóvarna í landi Sveitarfélagsins Garðs. Nú standa fyrir dyrum framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar um lagfæringar og viðbætur á sjóvarnargarði í landi Garðs.
Um er að ræða þrjú svæði. Það fyrsta er 300 metra kafli við golfvöll í Leiru þar sem framlengd verður eldri sjóvörn. Annað svæðið er við Lambastaðavör en þar á að laga þrjá staði samtals um 350 metra. Þriðja og síðasta svæðið er við Garðskagavita, en þar á að endurbyggja sjóvarnir á 85m. kafla.
Framkvæmdaleyfi má finna hér á heimasíðu Garðs.