Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Læsum dyrum og gluggum fyrir ferðalagið
Fimmtudagur 29. júlí 2004 kl. 12:10

Læsum dyrum og gluggum fyrir ferðalagið

Lögreglan í Keflavík vill árétta við fólk sem hyggur á ferðalög um helgina að læsa öllum dyrum og gluggum tryggilega til varnar innbrotsþjófum.

Nú fer í hönd stærsta ferðahelgi ársins og hafa óprúttnir aðilar þá oft látið til skarar skríða, vitandi að fjöldi fólks er fjarverandi. Lögreglan bendir fólki einnig á að láta nágranna eða ættingja fylgjast með húsum á meðan þau eru mannlaus.

„Við munum að sjálfsögðu fylgjast grannt með um helgina og vera vel sýnilegir í öllum hverfum og öllum bæjum,“ sagði talsmaður lögreglu í samtali við Víkurfréttir fyrr í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024